Blái skjöldurinn

28.10.2014

Blái skjöldurinn á Íslandi formlega stofnaður.

Landsnefnd Bláa skjaldarins var formlega stofnuð 24. október á degi Sameinuðu þjóðanna á Þjóðminjasafni Íslands. Þar komu saman fjölmennur hópur fólks sem starfar að varðveislu menningarminja ásamt fulltrúum Almannavarna, Landsbjargar, ráðuneyta og Rauða krossins, en Blái skjöldurinn hefur verið nefndur rauði kross menningarminja.

 

BLÁI SKJÖLDURINN -  International Committee of the Blue Shield –  var stofnaður árið 1996 til að vinna að verndun menningararfs sem er í hættu vegna náttúruhamfara og stríðsátaka. Markmið Bláa skjaldarins er að vinna að verndun menningararfs heimsins með því að samhæfa viðbragðsáætlanir þar sem hættuástand verður. Grundvöllur í starfi alþjóðanefndar Bláa Skjaldarins er Hague sáttmálinn frá 1954. Alþjóðanefnd Bláa skjaldarins hefur aðsetur í París en landsnefndir starfa víða um heim.

Nafnið Blái skjöldurinn vísar til bláa litarins í merki því sem menningarminjar, sem njóta verndar samkvæmt Hague sáttmálanum, eru auðkenndar með. Blái skjöldurinn, sem nefndur hefur verið Rauði kross menningarminja, er UNESCO og öðrum alþjóðlegum samtökum til ráðgjafar og innan vébanda hans eru sérfræðingar með fjölbreytta þekkingu á sviði varðveislu menningararfs. Það gerir samtökunum kleift að safna og deila upplýsingum um ógn við menningarminjar um allan heim og vera til ráðgjafar um viðeigandi ráðstafanir þar sem verða vopnuð átök eða náttúrhamfarir og senda sérfræðinga á vettvang. 

Stofnendur Bláa skjaldarins eru alþjóðleg samtök bóka-, skjala-, og menningarminjasafna;  IFLA  - International Federation of Library Associations, ICA – International Council on Archives,  ICOM – International Council of Museums, og ICOMOS – International Council of Monuments and Sites.

Íslandsdeildir ICOM, ICOMOS og fulltrúar IFLA, ICA á Íslandi hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi. Með því vilja þessi samtök hvetja til samstarfs stofnana sem bera ábyrgð á menningararfi, svo og ríkisstjórnar, sveitarfélaga og Almannavarna um forvarnir og viðbrögð við vá, svo að tryggja megi öryggi mennningarminja ef hætta steðjar að. 

Nánari upplýsingar veitir Njörður Sigurðsson, formaður landsnefndar Bláa skjaldarins eða Kristínu Dagmar í síma 6979810.

Heimasíðu Alþjóðanefndar Bláa skjaldarins má nálgast hér.

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall