Bókagjöf á sviði biblíurannsókna og þýðinga

03.12.2014

Fjölskylda Jóns Rúnars Gunnarssonar háskólakennara hefur fært Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni veglega bókagjöf úr safni hans. Jón stundaði nám í Tékkóslóvakíu, Póllandi og Noregi og lauk mag. art. prófi í  indóevrópskri samanburðarmálfræði og cand. mag. prófi í forngrísku og latínu. Hann var lektor í samanburðarmálfræði við Óslóarháskóla í nokkur ár áður en hann var skipaður lektor í almennum málvísindum við Háskóla Íslands, árið 1975.  Hann var fyrsti kennarinn sem skipaður var í fullt starf í greininni og tók þátt í uppbyggingu hennar. Hann ritaði fjölda fræðigreina og fékkst við þýðingar, þýddi m.a. leikrit Vaclav Havel úr tékknesku. Jón vann, ásamt fleirum, að  nýrri þýðingu Biblíunnar og bækurnar sem Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hefur fengið að gjöf tengjast því starfi hans.  Þær verða aðgengilegar á safninu og munu styrkja safnkostinn á sviði  biblíurannsókna og þýðinga.  Jón lést í október 2013.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall