20 ára afmæli Þjóðarbókhlöðunnar

03.12.2014

Í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá opnun Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðunni voru opnaðar tvær sýningar þann 1. desember, Tryggvi Magnússon og skjaldarmerkið og Á aðventu 1994. Jafnframt voru þrjú verkefni safnsins kynnt; Hljóðsafn, Söguleg íslensk bókaskrá 1534-1844 og Áttavitinn. Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) var með stutt erindi um Tryggva Magnússon og skjaldarmerkið og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands opnaði sýningarnar.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall