Cambridge University Press – prufuaðgangur

13.01.2015

Fram til loka mars-mánaðar er aðgangur á landsvísu að heildartextum 330 rafrænna tímarita Cambridge University Press frá árinu 2010 til dagsins í dag.

Tímaritin eru á ýsmsum fræðasviðum s.s. landbúnaður, dýrafræði, fornleifafræði, mannfræði, líffræði, líftækni, stjórnun, tölvunarfræði, umhverfisfræði, hagfræði, verkfræði, sögu, lög, bókmenntir, stærðfræði, læknis- og heilbrigðisfræði, tónlist, næringarfræði, heimspeki, eðlisfræði, stjórnmálafræði, sálfræði, trúarbragðafræði og félagsfræði.

Þá verður einnig aðgangur að um 550 rafrænum bókum í flokknum Cambridge Companions á sviði tónlistar, bókmennta og klassískra fræða og heimspeki, trúarbrögð og menningu.

Á vef Landsaðgangs hvar.is – er krækja á tvö leitarviðmót, Cambridge Journals þar sem bæði er hægt að leita í rafrænum tímaritum og rafbókum svo og sérstakt leitarviðmót fyrir rafbækurnar  í Cambridge Companions .

Búið er að gera ráðstafanir til þess að efni tímaritanna og rafbókanna verði leitarbært í leitir.is innan tíu daga. 

Tilraunaaðgangurinn er út mars-mánuð og er á landsvísu líkt og áskriftir Landsaðgangs.

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall