Fræðslufundur um heimildaleit

26.01.2015

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn heldur fræðslufund um heimildaleit í fundarsal Þjóðarbókhlöðunnar fimmtudaginn 29. janúar klukkan 12:00-13:00. Fundurinn er í samvinnu við Ritver Hugvísindasviðs.

Sýnikennsla verður á Leitir.is og tímaritskrána Finna tímarit með áherslu á mismunandi tækni við leit í gagnasöfnum. Auk þess verður kynning á vef safnsins og þjónustu þess.

Við hvetjum alla háskólanema til að grípa þetta tækifæri, ekki síst þá sem eru að skrifa lokaritgerðir og sjá fram á að eyða löngum stundum við að leita heimilda af ýmsu tagi.

Námskeiðið er öllum opið en nauðsynlegt er að skrá sig HÉR.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall