EndNote námskeið – fimmtudaginn 5. febrúar

02.02.2015

Fimmtudaginn 5. febrúar klukkan 12.00–13.00 mun Landsbókasafn Íslands - Háskólabóksafn bjóða nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands upp á námskeið í heimildaskráningarforritinu EndNote.

Sýnt verður hvernig á að frumskrá heimildir í EndNote og sækja úr gagnasöfnum eins og leitir.is, Ebsco, ProQuest og Web of Science. Að auki verður farið í hvernig hægt er að sækja tilvísanir (í texta jafnt sem neðanmálsgrein-footnote) beint úr EndNote og hvernig forritið setur upp heimildaskrá eftir öllum helstu stöðlum.

EndNote hugbúnaðinn má sækja ókeypis (ásamt leiðbeiningum) í Uglu undir tölvuþjónusta – hugbúnaður. Gott er að vera búinn að setja upp EndNote áður en námskeiðið hefst. Notendum er bent á að snúa sér til Reiknistofnunar ef þeir lenda í einhverjum vandmálum með uppsetningu.

Kennari er Erlendur Már Antonsson upplýsingafræðingur á Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni.

Skráning: Námskeiðið er öllum opið en þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig HÉR. Hámarksfjöldi: 25

Staður og stund: Fimmtudagur 5. febrúar, kl. 12.00–13.00. Fyrirlestrarsalur Þjóðarbókhlöðunnar, 2. hæð.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall