Prentlistin fimm hundruð ára

Hafsteinn Guðmundsson (1912-1999) var allt í senn; hönnuður, bókagerðarmaður, kennari, prentsmiðjustjóri og útgefandi. Árið 1940, meðan hann var enn sveinn hjá Ísafoldarprentsmiðju, vann hann verk sem einstætt er í íslenskri bóksögu - og þótt víðar væri leitað - þegar hann lýsti bókina Prentlistin fimm hundruð ára. Á titilsíðu bókarinnar og við upphaf hverrar ritgerðar teiknaði hann margbrotna skreytingu með penna sem síðan var prentuð með svörtu. Þegar bókin var komin saman handlitaði Hafsteinn 135 eintök svo engin tvö voru eins. Safnið kom út að tilhlutan Hins íslenska prentarafélags á kostnað Ísafoldarprentsmiðju í tilefni af fimm hundruð ára afmæli uppfinningar Gutenbergs á setningu og prentun með lausu letri. Félag bókagerðarmanna hefur afhent Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni nokkur eintök af bókinni.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall