Tvö ný rafræn tímarit

24.03.2015

Eftirfarandi tímarit voru nýlega tekin í áskrift og eru opin notendum á háskólanetinu og í tölvum Þjóðarbókhlöðu. Þau eru aðgengileg eins og önnur rafræn tímarit safnsins og landsaðgangs í skránni Finna tímarit sem er á upphafssíðu safnsins.

Adaptation er alþjóðlegt ritrýnt tímarit í bókmennta- og kvikmyndafræði á sviði aðlögunarfræði, gefið út af Oxford University Press. Það er aðgengilegt frá upphafi 2008-:

Um tímaritið segir þetta á vef útgefandans:
“Adaptation is an international, peer-reviewed journal, offering academic articles, film and book reviews, including both book to screen adaptation, screen to book adaptation, popular and ‘classic’ adaptations, theatre and novel screen adaptations, television, animation, soundtracks, production issues and genres in literature on screen. Adaptation provides an international forum to theorise and interrogate the phenomenon of literature on screen from both a literary and film studies perspective.”

The Journal of the International Arthurian Society er ritrýnt tímarit um miðaldabókmenntir (tímabil Artúrs konungs) gefið út af Walter de Gruyter. Það er aðgengilegt frá upphafi 2013-:  

Um tímaritið segir þetta á vef útgefandans:
„The Journal of the International Arthurian Society (JIAS) publishes articles on any aspect of Arthurian literature written in any language and in any period of time, medieval and post-medieval, including adaptations in modern media, as long as these draw on literary texts.”

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall