Fagstjóri upplýsingaþjónustu og notendafræðslu

25.03.2015

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn auglýsir laust starf fagstjóra upplýsingaþjónustu.

Faghópurinn veitir háskólasamfélaginu og gestum safnsins fjölþætta upplýsingaþjónustu með fræðslu og leiðsögn um safnið, vefinn og gagnasöfn. Helstu verkefni faghópsins eru safnfræðsla, kennsla í upplýsingalæsi, einstaklingsráðgjöf, heimildaleitir, millisafnalán og móttaka hópa.

Fagstjóri upplýsingaþjónustu leiðir verkefni hópsins og hefur frumkvæði að þróun á starfsemi einingarinnar. Hann fer með ritstjórn á aðalvef safnsins og miðlar fréttaefni á samfélagsmiðlum. Hann ber ábyrgð á upplýsingaþjónustu við gesti safnsins og aðgangi að gagnasöfnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón og ábyrgð á daglegu starfi í upplýsingaþjónustu
 • Sinnir eða hefur umsjón með öllum verkefnum faghópsins
 • Safnfræðsla og kennsla
 • Ritstjóri aðalvefjar og samfélagsmiðla
 • Umsjón með handbókarými á 2. hæð

Hæfnikröfur

 • Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði
 • A.m.k. 5 ára hagnýt starfsreynsla
 • Reynsla af upplýsingaþjónustu og safnfræðslu
 • Mjög góð tölvufærni og þekking á vef- og samfélagsmiðlum
 • Mjög góð íslenskukunnátta og færni í textagerð
 • Góð kunnátta í ensku og gjarnan í einu Norðurlandamáli
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Skipulagshæfileikar og mikil samskiptafærni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun safnsins.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.04.2015

Nánari upplýsingar veitir

Vigdís Edda Jónsdóttir - vigdise@landsbokasafn.is - 525 5701


LBS Miðlun

Arngrímsgata 3
107 Reykjavík


 

http://www.starfatorg.is/serfraedistorf/nr/19144


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall