Um Íslands adskiljanlegar náttúrur

JS 401 XI 4to.

Um Íslands aðskiljanlegar náttúrurur er brot úr frægasta verki Jóns lærða Guðmundssonar (1574-1658) — Jón var, þrátt fyrir viðurnefnið, sjálflærður maður. Handritið er frumsamið, skrifað einhvern tímann á árunum 1640-1644 og í því eru margar myndir af hvölum — sumar hverjar nákvæmar eftirmyndir, en aðrar eiga meira að sækja í hugmyndaflug höfundar. Texti Jóns var dáður og mikið afritaður á seinni öldum. Eitt af fyrstu ritverkum Jóns var mergjað kvæði samið til höfuðs illkvittins draugs. Þó að kveðskapurinn hafi aflað honum vinsælda á meðal leikmanna, þá tók kirkjan illa í uppátækið. Það stuðlaði, auk annarra þátta, að því að Jón var dæmdur í útlegð, lengst af á eyðiey við Austurland.

Eftirgerðir síðna úr handritinu eru á sýningu í Safnahúsinu sem opnar í aprílmánuði. Einnig er væntanleg fjórtyngd útgáfa „Sannrar frásögu“ Jóns lærða af Spánverjavígunum 1615, í tilefni af því að 400 ár eru liðin frá þeim.

Hægt er að skoða handritið á Handrit.is: http://handrit.is/is/manuscript/imaging/is/JS04-0401-XIEldri kjörgripir


Calendarivm
200 ára | 1818-2018

Calendarivm

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Marteinn Lúther – CATECHISMVS
200 ára | 1818-2018

Marteinn Lúther – CATECHISMVS

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Guðbrandsbiblía
200 ára | 1818-2018

Guðbrandsbiblía

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
„Hlíðin mín fríða“ – Sigurður Skagfield
200 ára | 1818-2018

„Hlíðin mín fríða“ – Sigurður Skagfield

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Netspjall