Alþjóðleg ráðstefna um Spánverjavígin

20.04.2015

Alþjóðleg ráðstefna um Spánverjavígin er í Þjóðarbókhlöðu er í Þjóðarbókhlöðu mánudaginn 20. og þriðjudaginn 21. apríl í samstarfi Baskavinafélagsins við Gipuzkoa-hérað, Basknesku Etxepare stofnunina, Center for Basque Studies University of Nevada, Reno, Barandiaran Chair for Basque Studies University of California, Santa Barbara, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Erlendir fræðimenn sem halda erindi eru Xabier Irujo, Viola Miglio, Alavaro Aragon, Rikardo Etxepare, Mari Jose Olaziregi, Aurélie Arcocha-Scarcia, Michael M. Barkham og Tapio Koivukari.

Innlendir fræðimenn verða m.a. Ragnar Edvardsson, Viðar Hreinsson; Torfi Tulinius, Helgi Þorláksson, Magnús Rafnsson, Einar G. Pétursson og Hjörleifur Guttormsson.

Á þriðjudag verður kynnt útgáfa Spánverjavíganna 1615 (Sannrar frásögu Jóns lærða) á fjórum tungumálum, íslensku, basknesku, ensku og spænsku í samstarfi við Center for Basque Studies og Forlagið - einn merkasti viðburður afmælisársins. Þetta rit, sem ekki hefur áður verið birt á basknesku, ensku eða spænsku, kemur á mánudag, 20. apríl, út á fjórum tungumálum með inngangi sagnfræðingsins Más Jónssonar, sem einnig bjó íslensku textana til útgáfu. 

Dagskrá ráðstefnunnar (sem er á ensku) er á slóðinni http://baskavinir.is/english/


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall