Prufuaðgangur að rafbókum Bloomsbury til 1. maí

28.04.2015

Á háskólanetinu er nú prufuaðgangur að 4000 rafbókum Bloomsbury Collections sem stendur til 1.maí. Þar má meðal annars finna nýjustu rannsóknir á sviði hug- og félagsvísinda frá útgefendunum Bloomsbury, T&T Clark, Berg and Bristol Classical Press og The Arden Shakespeare og Hart Publishing.

Hægt er að nota snjallsíma og lesbretti, senda og deila efni á helstu samfélagsmiðlum og vista og prenta kafla í PDF án DRM takmarkana.

Kynnið ykkur framboðið og látið okkur vita hvað ykkur finnst upplys@landbokasafn.is

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall