Handritamenning síðari alda - málþing 9. maí

07.05.2015

Málþing 9. maí til kynningar á niðurstöðum rannsókna sem unnar hafa verið innan fjögurra stórra rannsóknaverkefna styrkt af Rannsóknasjóði á árunum 2010‒15. Rannsóknaverkefninin eru

  • Prentsmiðja fólksins: Handrita- og bókmenning síðari alda (verkefnastjóri: Matthew Driscoll);
  • Menningarlegt og félagslegt hlutverk íslenskra kvæða- og sálmahandrita eftir siðskipti (verkefnastjóri: Margrét Eggertsdóttir);
  • Kvæðabók sr. Ólafs Jónssonar á Söndum: Greining, samhengi, dreifing (verkefnastjóri: Árni Heimir Ingólfsson);
  • Margbreytileiki Njáls sögu (verkefnastjóri: Svanhildur Óskarsdóttir).

Verkefnin eiga það sameiginlegt að beinast að handritum og handritamenningu 17., 18. og 19. aldar, en efni og efnistök eru fjölbreytt. Meðal rannsóknarverkefna eru Njáluhandrit frá síðari öldum, teikningar og tónlist í handritum, viðtökur og dreifing, tækifæriskvæði, alþýðufræðimenn og handritaskrifarar 19. aldar, lítt þekktar biblíuþýðingar, félagslegt og menningarlegt hlutverk kvæðahandrita, svo nokkuð sé nefnt.

Rannsóknirnar voru unnar á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnasafns í Kaupmannahöfn og ReykjavíkurAkademíunnar með aðild Landsbókasafns Íslands ‒ Háskólabókasafns. Alls tóku 22 fræðimenn og stúdentar þátt í verkefnunum.

Dagskrá málþingsins er að finna hér.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall