Dagbækur Elku Björnsdóttur

Elka Björnsdóttir (1881-1924), verkakona í Reykjavík, hélt dagbækur á árunum 1915–1923, og eru þær einstök heimild um líf þessarar verkakonu ásamt því að vera hafsjór af fróðleik um hina ýmsu atburði sem áttu sér stað á Íslandi á þessum árum.

Elka fylgdist með þjóðmálunum og hafði áhuga á jafnréttismálum og bættum kjörum verkafólks. Hún var einnig mjög áhugasöm um menningarmál og ýmis framfaramál.

Dagbók hennar endurspeglar harða lífsbaráttu og slæman aðbúnað fátæks fólks í Reykjavík á árum fyrri heimsstyrjaldar. Margir merkisatburðir áranna 1915-1923 koma við sögu í dagbókum Elku eins og frostaveturinn, spænska veikin, Kötlugosið og fullveldið 1918.

Dagbækur Elku Björnsdóttur hafa nýlega verið gefnar út hjá Háskólaútgáfunni í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Þær eru varðveittar á handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Fyrstu dagbókarfærsluna ber upp á sumardaginn fyrsta fyrir réttum 100 árum, 22. apríl 1915.

Hægt er að skoða stafræna endurgerð dagbókanna á handrit.is.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall