„Vér heilsum glaðar framtíðinni“

12.05.2015

Laugardaginn 16. maí 2015 verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Jafnframt verður opnaður vefur um sögu kosningaréttar, konurogstjornmal.is, og er hann aðgengilegur öllum. Yfirskrift sýningarinnar ,,Vér heilsum glaðar framtíðinni“ er tilvitnun í ræðu Bríetar Bjarnhéðinsdóttir þann 7. júlí 1915 þegar kosningaréttinum var fagnað í fyrsta sinn á Austurvelli. Verkefnið er styrkt af Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og er í samstarfi Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns við Þjóðskjalasafn Íslands, Alþingi, RÚV og Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall