Börn skrifa

03.07.2015

Fáein handrit og bréf barna eru varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og voru á sýningu í forsal Íslandssafns á 1. hæð í Þjóðarbókhlöðu nokkur dæmi um handrit sem tengjast börnum frá júlí og fram í október 2015. Tvö bréf eru frá systrum sem skrifuðu bróður sínum, sem var fluttur að heiman, annað bréf er frá ungri stúlku til Jóns Sigurðssonar forseta og einnig bréf og teikning frá ungum dreng til bróður síns í fjarlægu landi.  Lítið bænakver sem faðir gaf eins árs gömlum syni sínum og sálmabók sem ung stúlka fékk frá systur sinni. Þá eru hér til sýnis handrit tveggja systkina frá unglingsárum. Líkast til liggja spor barna víðar í handritum. Oft og tíðum má sjá að ýmiss konar skriftaræfingar hafa verið gerðar í auðar síður handrita og ekki ólíklegt að börn og ungmenni hafi þar átt hlut að máli.

 

Sýningarskrá (pdf - 0.8Mb)


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall