Íslensk bóksaga 2015-2016

21.09.2015

Í vetur mun Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn standa að fyrirlestraröðinni Íslensk bóksaga í annað sinn. Markmið hennar er að búa til vettvang þar sem fjallað verður um íslenska bóksögu síðari alda í víðu samhengi, bæði um prentaðar bækur og handskrifaðar. Þar verður greint frá sögu einstakra bóka og handrita, tilurð þeirra og viðtökur, heimildaflokkar kynntir sem finna má í handrita og skjalasöfnum og fjallað um nýleg verkefni er lúta að íslenskri bóksögu með einum eða öðrum hætti. Fyrirlesarar koma úr hópi starfsmanna Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Þjóðskjalasafns Íslands, Háskóla Íslands, Háskólabókasafnsins í Linköping og sjálfstætt starfandi fræðimanna.

Fyrirlestrarnir fara fram í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á milli kl. 12:05-12:45. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestrarröðin er styrkt af Rannsóknarsjóði Sigrúnar Á. Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall