"Þann arf vér bestan fengum"

24.09.2015

Laugardaginn 26. september 2015 kl. 13 verður opnuð sýning á íslenskum biblíuútgáfum í Þjóðarbókhlöðu.
Sýningin er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og Hins íslenska biblíufélags.

Hið íslenska biblíufélag er elsta starfandi félag á landinu og fagnar 200 ára afmæli árið 2015.

Stjórnandi: Dögg Harðardóttir, varaforseti Hins íslenska biblíufélags
Séra Sigurður Ægisson flytur erindi um biblíuþýðingar
Tónlistaratriði: Þórunn Harðardóttir, víóluleikari
Séra Hreinn Hákonarson flytur erindi um Konstantín von Tischendorf biblíufræðing og handritasérfræðing.

Sjá nánari upplýsingar í sýningarskrá í viðhengi og á vefnum: http://biblian.is/


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall