Hvað er í blýhólknum?

Svava Jakobsdóttir (1930-2004) sagði í viðtali við Þjóðviljann 27. júní 1974: „Ætli ég sé ekki fædd rauðsokka? Það má segja, að það hafi verið mitt fyrsta baráttumál í lífinu að verða tekin gild enda þótt ég væri stelpa!“

Í verkum sínum tók hún jafnan fyrir stöðu konunnar og misrétti kynjanna.  Fyrsta leikrit Svövu, Hvað er í blýhólknum? var frumsýnt í Lindarbæ hjá leikhópnum Grímu þann 12. nóvember 1970. Leikstjóri var María Kristjánsdóttir. Svava hafði á þessum tíma sent frá sér smásagnasöfnin 12 konur og Veizla undir grjótvegg og skáldsöguna Leigjandann. Leikritið Hvað er í blýhólknum? vakti mikla athygli þar sem það fjallar um stöðu konunnar í nútímanum, mál sem hafði verið mjög til umræðu á þessum tíma.

 

Þegar leikritið var sýnt var lögð könnun fyrir leikhúsgesti sem þrír nemar í þjóðfélagsfræðideild Háskóla Íslands gerðu. Meðal annars var spurt hvort konum væri eðlislægara en körlum að vinna heimilisstörf. Niðurstaðan var sú að 52,6% töldu konum ekki eðlislægara en körlum að sinna heimilisstörfum, 41,6 % töldu hinsvegar svo vera. Sjá má umfjöllun um þessa könnun hér: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2827260

Handrit Svövu að Hvað er í blýhólknum? og fleiri handrit hennar eru varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns (safnmark Lbs 136 NF). Í Kvennasögusafni Íslands eru varðveittar úrklippur og smáprent sem tengjast lífi hennar og starfi. Þessi gögn eru kjörgripir októbermánaðar í safninu í tilefni af lestrarhátíð Bókmenntaborgar 2015 þar sem verk Svövu Jakobsdóttur eru í öndvegi: http://bokmenntaborgin.is/lestrarhatid-bokmenntaborg/


Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Koparstunga í Nýársgjöf handa börnum 1841

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Þjóðleikhúsið 70 ára

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Íslensk-dönsk orðabók

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall