Mótun framtíðar – Trausti Valsson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sýning um hugmyndir, hönnun og skipulag

Þann 1. október var opnuð sýning í tilefni af starfslokum Trausta Valssonar, prófessors og útkomu starfsævisögu hans Mótun framtíðar - Hugmyndir - hönnun – skipulag.

Á sýningunni má sjá marga helstu þætti ævi- og starfssögu Trausta Valssonar. Persónusagan er þó ekki í forgrunni, heldur þeir straumar og stefnur sem ríkt hafa í skipulagi og hönnun sl. 50 ár. Þar sem Trausti lauk prófi bæði í arkitektúr og skipulagi við háskóla í Berlín og Berkeley á miklum umbyltingartímum í þessum fögum – og kynntist helstu hugmyndafræðingum – á hann auðvelt með að lýsa hvað hefur helst mótað breytingarnar á síðustu hálfri öld. Jafnframt segir Trausti frá helstu skipulags- og rannsóknaverkefnum starfsævi sinnar í bókinni. Helstu þemu þar eru þróun skipulags í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu, Íslandsskipulag og byggðamál, sem og breytingar á þróun byggðar í heiminum með hnattrænni hlýnun.

Sýningin er í samstarfi Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Sýningunni lýkur 9. janúar 2016.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Savanna tríóið

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Guðjón Samúelsson húsameistari

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Benedikt S. Þórarinsson (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall