Um Úrnat

eftir Björk Guðmundsdóttur

Björk Guðmundsdóttir gaf á eigin vegum út ævintýrið Um Úrnat sem var fjölritað á vatnslitapappír í takmörkuðu upplagi árið 1984. Kverið er 16 síður með handskrifuðum texta og teikningum eftir Björk sem hún hefur litað með vatnslitum og vaxlitum. Sjálf segist Björk hafa verið að reyna að safna pening fyrir húsaleigu með útgáfunni. Kverið er nú eftirsótt af söfnurum. Björk segir á titilsíðu að Úrnat sé „frekar óskilgreint og óþýðandi orð tekið úr papúönsku, en þýði eitthvað í líkingu við „ferð“ eða „ferðalag“. Frásögnin hefst þannig:

„Undir tuttugu náttúrusteinum var Keldur. Eftir áralanga leit hafði Nraríða krafist þess
að hann kæmi upp
að hann hysjaði upp um sig
og að hann hætt´ að gramsa
- það kæmist upp um hann.“

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Om jordbranden paa Island i aaret 1783

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Jóhann Sigurjónsson: Fjalla-Eyvindur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Þjóðsagnahandrit Jóns Árnasonar

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Sá nýi yfirsetukvennaskóli

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Netspjall