Málþing um opinn aðgang að rannsóknargögnum 11. nóvember

05.11.2015

Opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum hefur borið hátt í umræðunni undanfarin ár.  Á Íslandi hafa háskólar s.s. Háskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík og ýmsar stofnanir, s.s. Landspítali - Háskólasjúkrahús og Rannís sett sér stefnu um opinn aðgang.

Næsta skref í þessari umræðu er opinn aðgangur að rannsóknargögnum sem verða til við rannsóknir sem eru fjármagnaðar með  opinberum framlögum. Nefna má að í Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins eru tilraunaverkefni um gagnastýringaráætlanir (data management plans) sem eiga að nýtast við framtíðar stefnumótun á þessu sviði.  Meginmarkmiðið er að hraða framþróun þekkingar og að nýta betur þá fjármuni sem settir eru í rannsóknir.

Umræðan um opinn aðgang að rannsóknargögnum er ekki langt á veg komin á Íslandi. En þó stefna hafi ekki verið sett né innviðir þróaðir, þá eru dæmi um opinn aðgang að rannsóknargögnum hérlendis og margir vísindamenn eru að vakna til vitundar um mikilvægi þeirra við áframhaldandi rannsóknir.

Markmiðið með málþinginu þann 11. nóvember er annars vegar að fá innsýn í stöðu mála á Íslandi og að ræða hvert skuli stefna og hins vegar að kynna hvernig Edinborgarháskóli, sem er í fararbroddi við stjórnun opinna gagna (open data management) í Evrópu, hefur farið að.

Opin vísindi. Hvað verður um rannsóknargögnin þín?

 Málþing haldið miðvikudaginn 11. nóvember kl. 15:00-17:40 í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu

Dagskrá

Kl. 15 Setning

Sólveig Þorsteinsdóttir, BS, MS, Deildarstjóri, Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítala, NOAD FP7 H2020 fulltrúi  Íslands hjá ESB: Opin vísindi á Íslandi

Kl. 15:10

Stuart Lewis, Deputy Director of Library & University Collections and Head of Research and Learning Services at the University of Edinburgh: Experiences of Enabling good Research Data Management Practice at the University of Edinburgh

Kl. 15:50

Dr. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við Háskóla Íslands: Íslenska kosningarannsóknin 1983-2013 í opnum aðgangi

Kl. 16:15 Kaffiveitingar

Kl. 16:35

Dr. Guðlaug Þóra Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri á Miðstöð framhaldsnáms HÍ: Opinn aðgangur að rannsóknargögnum - áskorun og tækifæri

Kl. 16:45

Dr. Kristín Vogfjörð, rannsóknastjóri á Veðurstofa Íslands: European Plate Observing System - Uppbygging þjónusta til að opna aðgang að jarðvísindagögnum í Evrópu

Kl. 16:55

Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands: Varðveisla rannsóknargagna við Háskóla Íslands.

Kl. 17:20 Umræður og fyrirspurnir

Kl. 17:40 Fundi slitið

Aðgangur er öllum opinn og án endurgjalds

Eftirtaldir aðilar styðja málþingið og fá bestu þakkir fyrir:

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, OpenAIRE og RANNÍS


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall