Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Andri Snær Magnason og Yrsa Sigurðardóttir

Sett hefur verið upp í safninu  lítil sýning með nokkrum erlendum útgáfum á þýðingum bóka eftir Andra Snæ Magnason og Yrsu Sigurðardóttur, en verk beggja hafa verið þýdd á mörg tungumál á undanförnum árum og er útlit bókanna skemmtilega fjölbreytt.

Andri Snær Magnason er fæddur 14. júlí 1973. Andri nam íslensku við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með BA-próf árið 1997. Fyrsta útgefna verk Andra var ljóðabókin Ljóðasmygl og skáldarán árið 1995. Eftir fylgdi ljóðabókin Bónusljóð og smásagnaheftið Engar smá sögur. Þekktasta verk Andra er þó líklegast barnabók hans og leikritið Sagan af bláa hnettinum og hefur bókin verið þýdd á tólf tungumál. Andri gaf einnig út skáldsöguna LoveStar sem var metsölubók árið 2002 og hlaut fjölda verðlauna. Í mars 2006 gaf Andri Snær svo út bók sína Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, sem hefur selst gríðarvel og fengið mikla fjölmiðlaathygli. Fyrir bókina fékk hann íslensku bókmenntaverðlaunin 2006. Jafnframt varð Draumalandið að heimildarmynd sem Andri leikstýrði ásamt Þorfinni Guðnasyni 2009. Síðast gaf Andri út barnabókina Tímakistuna 2013. Fyrir þá bók hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 og Vestnorrænu barnabókaverðlaunin sama ár.

Yrsa Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík 24. ágúst 1963. Hún er stúdent frá MR 1983 og byggingaverkfræðingur, en sendi frá sér sína fyrstu barnabók, Þar lágu Danir í því, árið 1998. Á eftir komu barna- og unglinga­bækurnar Við viljum jól í júlí (1999), sem hlaut viðurkenningu Barnabókaráðs Íslands, Barnapíubófinn, Búkolla og bókarránið (2000), B 10 (2001) og Bíóbörn (2003) sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin það ár.

Fyrsta bók Yrsu ætluð fullorðnum, spennusagan Þriðja táknið, kom út árið 2005. Hún hlaut mjög  góðar viðtökur og bókin hefur verið þýdd á hátt í 30 tungumálum og gefin út í yfir 100 löndum. Spennusögur Yrsu Sigurðardóttur síðustu árin eru m.a. Horfðu á mig (2009), Ég man þig (2010), Brakið (2011), Kuldi (2012), Lygi (2013) og DNA (2014).

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Norrænt bókband 2018

Norrænt bókband 2018

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Plötusafn Sigurjóns Samúelssonar

Plötusafn Sigurjóns Samúelssonar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar á frönsku og dönsku

Þýðingar á frönsku og dönsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Bókagjöf Hermanns Kjartanssonar stærðfræðings

Bókagjöf Hermanns Kjartanssonar stærðfræðings

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall