Erindi um konkretljóð, dadaisma og útgáfur Medúsu og Smekkleysu

19.11.2015

Þriðjudaginn 24. nóvember kl. 12.05 verða flutt tvö erindi um framúrstefnuljóð, prenttilraunir og bókverk á 20. öld í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu í tengslum við sýninguna „dadadieterdúr – samruni orðlistar og myndlistar“ : http://landsbokasafn.is/index.php/news/824/56/dadadieterdur

Úlfhildur Dagsdóttir verður með erindi um konkretljóð Óskars Árna Óskarssonar og Sjón og Ólafur Engilbertsson fjalla um dadaisma og útgáfur Medúsu og Smekkleysu.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall