Íslensk bóksaga - erindi

30.11.2015

Miðvikudaginn 2. desember mun Kristín Bragadóttir, doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands, halda erindið „Íslenskt fágæti í safni Willards Fiskes“ í fyrirlestraröðinni Íslensk bóksaga sem fram fer í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á milli kl. 12:05 – 12:45. Allir velkomnir!                                         

Í útdrætti erindisins segir:

„Safn Bandaríkjamannsins Willards Fiskes (1831–1904) er næst stærsta safn íslenskra rita utan Íslands. Hann eignaðist margt fágætra bóka, m.a. rit sem hvorki eru til í Landsbókasafni Íslands né Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn, kallaðar eindæmabækur. Íslenskir menntamenn aðstoðuðu Willard við söfnunina, en í bréfaskiptum þeirra er mikil menningarsaga fólgin. Í bréfunum eru tilgreind verð og hvar ritin fundust og þar með er hægt sjá eigendasögu bókanna. Fiske stundaði s.k. þaulsöfnun, í safni hans eru því jafnt fágætir prentgripir frá upphafi prentunar á Íslandi, blöð og tímarit sem hann fylti í og smáprent, svo sem grafskriftir, tækifærisljóð, markaskrár, tilskipanir og boðsbréf ásamt ýmsu öðru  sem ekki er skráð á söfnum og fer forgörðum. Safnið þekur því nánast allt sem prentað var og einnig það efni sem varð til erlendis um Ísland og Íslendinga. Fiske var fyrstur til að gera vandaðar skrár yfir íslenskan ritakost og hafa þær skrár verið notaðar til dagsins í dag.“


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall