„Vitleysan í henni Önnu Sigurðar!“

04.12.2015

5. desember kl. 13-15 i Þjóðarbókhlöðu

Jólafundur Kvennasögusafns og Kvenréttindafélags Íslands er helgaður minningu Önnu Sigurðardóttur og félagsskapnum Úurnar.

Kvennasögusafn Íslands fagnar á þessu ári 40 ára afmæli sínu, en það var stofnað af Önnu Sigurðardóttur sem var öflug í starfi Kvenréttindafélagsins til margra ára. Á 7. áratugnum hvatti Anna ungar stúlkur til að stofna félagsskap ungra kvenna, sem nefndu sig Úurnar, og þær létu til sín taka í jafnréttisumræðunni undir lok 7. áratugarins og við upphaf hins áttunda.

 

Dagskrá

1. Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og  Kristín Valsdóttir harmonikuleikari taka á móti gestum til hliðar við breiðan inngang inn í salinn

2. Auður Styrkársdóttir forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands setur dagskrá 

3. Þórunn María Örnólfsdóttir sagnfræðingur segir frá ævi Önnu Sigurðardóttur og veltir fyrir sér hvað mótaði hana sem kvenréttindakonu

  1. Ásdís Skúladóttir leikstjóri, Gullveig Sæmundsdóttir blaðamaður og  Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur segja frá Úunum
  2. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands slítur fundi

 

Verið öll hjartanlega velkomin!

 

 

Um Úurnar má lesa hér: http://kvennasogusafn.is/index.php?page=uur

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall