Þjóðsagnaspil Ástu Sigurðardóttur

Ásta Sigurðardóttir mun hafa gert þessar teikningar að mannspilunum í anda þjóðsagna á árunum 1960-63. Hún hafði mikinn hug á að láta prenta þau, en af því varð ekki. Teikningarnar eru litaðar með vatnslitum. Um mitt spil er nokkuð breiður skábekkur og er annar helmingurinn hvítur en hinn svartur. Milli helminganna er hringflötur og á honum er sérstakur galdrastafur á hverri sort fyrir sig: Á hjartanu er Ægishjálmur, á spaðanum Þórshamar, á tíglinum er Ginfaxi og á laufinu Kaupaloki. Máske eiga bekkirnir að tákna hvíta- og svartagaldur. Víst er að helmingurinn með svarta bekkinn er mun illilegri ásýndum.

Í sögum sínum og dúkristum tefldi Ásta fram andstæðum og óhugnaður liggur í lofti. Hið sama má segja um spilin. Þar er líf og dauði, guð og fjandinn, gott og vont og merking annars er mótuð af skilningnum á hinu. Allar teikningar Ástu að þjóðsagnaspilunum eru varðveittar í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns (Lbs 300 NF). Helstu mannspilin eru nú á sýningunni Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Hér eru dæmi:

Hjartaás: Hjónagras

Hjartakóngur: Sr. Snorri á Húsafelli − Sr. Eiríkur í Vogsósum

Hjartadrottning: Galdra-Manga − Miklabæjar-Sólveig

Hjartagosi: Eiríkur góði − Djákninn á Myrká

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall