Ritver í Þjóðarbókhlöðu

19.01.2016

18. janúar sl. hófst samvinna milli Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Hugvísindasviðs og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um ritver í Þjóðarbókhlöðu. Hugvísindasvið mun vera með vakt kl. 13-16 á mánudögum og miðvikudögum og Menntavísindasvið kl. 13-16 á þriðjudögum og fimmtudögum. Hér er um tilraunaverkefni að ræða en vonir standa til að nemendur nýti þessa þjónustu svo vel að henni verði fram haldið í haust.

Ritverin eru fyrir alla nemendur Háskóla Íslands, óháð fræðasviði og námsgráðu. Þau hjálpa nemendum að öðlast meiri færni í fræðilegum skrifum og veita ráðgjöf sem er almenns eðlis og góð viðbót við þær sérfræðilegu leiðbeiningar sem kennarar geta veitt. Ritverin eru til aðstoðar á öllum stigum ritunarferlisins, við hvers konar verkefni sem er. Ritverin byggjast á jafningjaráðgjöf en ráðgjafar ritversins eru framhaldsnemar við HÍ auk kennara.

 

Nánari upplýsingar um ritver Hugvísindasviðs: sími 525 4511, netfang: ritver@hi.is, vefur: 

http://vefir.hi.is/ritverhugvisindasvids/

Nánari upplýsingar um ritver Menntavísindasviðs: sími 525 5975, netfang: ritvermvs@hi.is, vefur: http://ritver.hi.is


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall