Ný þjónusta í Þjóðarbókhlöðu!

25.01.2016

Þarftu aðstoð við ritgerðaskrif, frágang heimilda, sniðmátið og margt fleira? Komdu þá og spjallaðu við okkur. Við erum í Þjóðarbókhlöðu mánudaga-fimmtudaga kl. 13-16. Við hlökkum til að sjá þig.
Kveðja, Starfsfólk sameiginlegs Ritvers hugvísindasviðs og menntavísindasviðs.

Allir nemendur Háskóla Íslands geta sótt þau námskeið sem Ritver Hugvísindasviðs stendur fyrir. Námskeiðin eru nemendum að kostnaðarlausu. Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig í námskeiðin svo fólk þurfi ekki frá að hverfa vegna plássleysis. Skráning í hvert námskeið er opnuð a.m.k. 3 dögum áður en námskeið er haldið og hún er auglýst á heimasíðu ritversins.

NÁMSKEIÐ Á VORMISSERI 2016

21. janúar (fimmtudagur): BA/BS-ritgerðir – Hagnýt ráð við upphaf skrifa
Fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar, kl. 12.00-13.00; hámarksfjöldi 90

28. janúar (fimmtudagur): Heimildaleit
Kennslustofu á 4. hæð Þjóðarbókhlöðunnar, kl. 12.00-13.00 ; hámarksfjöldi 25

4. febrúar (fimmtudagur): Uppbygging ritgerða
Fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar, kl 12.00-13.00; hámarksfjöldi 90

11. febrúar (fimmtudagur): APA-kerfið
Fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar, kl. 11.50-13.10; hámarksfjöldi 90

18. febrúar (fimmtudagur): Vinnustofa í sniðmáti
Kennslustofu á 4. hæð Þjóðarbókhlöðunnar, kl. 12.00-13.00; hámarksfjöldi 25

25. febrúar (fimmtudagur): EndNote (fyrir PC)
Kennslustofu Þjóðarbókhlöðunnar á 4. hæð, kl. 12.00-13.00; hámarksfjöldi 25

3. mars (fimmtudagur): EndNote (fyrir Mac)
Kennslustofu Þjóðarbókhlöðunnar á 4. hæð, kl. 12.00-13.00; hámarksfjöldi 25

 

 

Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall