Íslensk bóksaga - erindi á miðvikudag

01.02.2016

Miðvikudaginn 3. febrúar mun Þórunn Sigurðardóttir, sjálfstætt starfandi bókmenntafræðingur, flytja erindið „„Til uppvakningar bæði mér og öðrum út af mínu slysfelli“ Minningar skáldprests frá 17. öld“ í fyrirlestrarröðinni Íslensk bóksaga sem fram fer í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á milli kl. 12:05 – 12:45.

Í fyrirlestrinum verður sjónum beint að tveimur handritum sem innihalda kvæði eftir sr. Jón Magnússon (1601−1675) í Laufási: JS 414 8vo og Lbs 789 8vo. Skoðað verður um hvers konar kvæði er að ræða og hvað þau geta sagt nútímalesendum um skáldið og skáldskap hans, en einnig viðhorf til barna og lýsingar á aðstæðum fólks á 17. öld. Kvæðasafn skáldsins í þessum tveimur handritum er túlkað sem minningabrot frá ákveðnu tímabili í lífi skáldsins.

Allir velkomnir

                              


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall