Íslensk bóksaga – erindi á miðvikudag

22.02.2016

Miðvikudaginn 2. mars mun Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands flytja erindið „Bændur skrifa kóngi. Heimildasafn Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771“ í fyrirlestrarröðinni Íslensk bóksaga sem fram fer í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á milli kl. 12:05 – 12:45.

Í útdrætti erindisins segir:

Landsnefndin fyrri var nefnd þriggja manna sem send var hingað til lands á vegum konungs árið 1770 til þess að rannsaka hagi landsins. Nefndinni var ætlað að hafa samband við landsmenn bæði háa og lága. Embættismenn fengu sérstækar spurningar en almenningur hvattur til að skrifa um hvað eina sem hann helst vildi.

Eftir nefndina liggur nú dágott safn heimilda, um 4.200 handritaðar síður af fjölbreyttu efni. Bréf og greinargerðir frá bændum, prestum, sýslumönnum og öðrum embættismönnum sem nefndinni barst víða af landinu, auk fundargerða og álitsgerða nefndarmanna sjálfra. Þjóðskjalasafns Íslands vinnur nú að heildarútgáfu þessara skjala í samstarfi við Sögufélag og Ríkisskjalasafnið í Danmörku. Í erindinu verður þetta mikla heimildasafn Landsnefndarinnar tekið til skoðunar. Fjallað verður um þjóðfélagsstöðu bréfritara, helstu umkvörtunarefni bréfanna og hvernig þau gefa einstaka innsýn í landshætti um 1770.

Allir velkomnir


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall