Nóbelsverðlaun Halldórs Laxness 1955

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Þriðjudaginn 27. október var opnuð sýning í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að Halldór Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. Sýningin er í samstarfi Gljúfrasteins – húss skáldsins, RÚV og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.Á sýningunni gefur að líta margvísleg skjöl úr skjalasafni Halldórs Laxness sem varðveitt er í Þjóðarbókhlöðunni, muni frá Gljúfrasteini og Nóbelsverðlaunin sjálf sem eru í vörslu Seðlabanka Íslands. Þá hefur RÚV unnið sérstakan vef sem tileinkaður er Nóbelsverðlaunum Halldórs Laxness.  

Vefurinn er aðgengilegur á snertiskjá á sýningunni:

http://www.ruv.is/frett/60-ar-halldor-laxness-og-bokmenntaverdlaun-nobels

Þórarinn Eldjárn rithöfundur skrifar texta sýningarinnar en sýningarteymið skipa þau Guðný Dóra Gestsdóttir, Bragi Þ. Ólafsson og Ólafur J. Engilbertsson. Sýningin stendur fram til 31. mars 2016.

Sýningarskrá (PDF - 250Kb)

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Jón Múli Árnason – 100 ára minning

Jón Múli Árnason – 100 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Michel Butor og vinir

Michel Butor og vinir

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Paradísarheimt 60/40

Paradísarheimt 60/40

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall