Passíusálmarnir á landsskrá Íslands um Minni heimsins

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Þann 8. mars var eiginhandarrit Hallgríms Péturssonar að Passíusálmunum samþykkt á landsskrá Íslands um Minni heimsins. Handritið er varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og er hluti af handritasafni Jóns Sigurðssonar forseta (JS 337 4to). Hallgrímur skrifaði handritið árið 1659 og sendi það til Ragnheiðar Brynjólfsdóttur árið 1661, en sálmarnir komu út á prenti fimm árum síðar, 1666, með sálmum sr. Guðmundar Erlendssonar. Vitað er að Hallgrímur skrifaði nokkur handrit að Passíusálmunum, en handrit Landsbókasafns er það eina sem hefur varðveist. Jón Sigurðsson eignaðist handritið árið 1856 en Landsbókasafn Íslands eignaðist handritasafn Jóns eftir hans dag 1879.

Passíusálmarnir þykja skara fram úr íslenskum sálmakveðskap hvað útleggingu, uppbyggingu og stíl varðar og hafa notið mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar í aldanna rás, enda hafa þeir verið gefnir út yfir 90 sinnum, þar á meðal í vandaðri útgáfu Landsbókasafns árið 1996.

Af þessu tilefni hefur verið sett upp lítil sýning í forsal Íslandssafns þar sem viðurkenningarskjalið er til sýnis ásamt eftirgerð af handritinu og nokkrum uppskriftum af Passíusálmunum.

Handritið hefur verið skráð og myndað og er aðgengilegt á handrit.is.

Fjögur verk voru samþykkt á landsskrá Íslands um Minni heimsins, eins og kemur fram á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
„Skáldskapurinn vaknar inni í mér“

„Skáldskapurinn vaknar inni í mér“

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Tímanna safn

Tímanna safn

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Norrænt bókband 2013

Norrænt bókband 2013

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall