"Þann arf vér bestan fengum"

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Íslenskar biblíuútgáfur

Hið íslenska biblíufélag er elsta starfandi félag á landinu og fagnar 200 ára afmæli árið 2015.
Upphaf félagsins má rekja til þess að Ebenezer Henderson, skoskur kristniboði, kynntist Grími Thorkelín ríkisskjalaverði í Kaupmannahöfn. Grímur skrifaði að tilstuðlan Hendersons og félaga hans, Jon Pattersons, bréf á ensku með frásögn af Íslandi og Íslendingum sem var birt í ársriti Breska og erlenda biblíufélagsins (BEBF). Í kjölfarið var samþykkt að félagið skyldi stuðla að nýrri útgáfu Nýja testamentisins á íslensku. Grími Thorkelín var falið að hafa umsjón með prentuninni og var henni lokið árið 1807. Henderson bauðst til fara til Íslands til þess að sjá um sölu og dreifingu á biblíunni. Hafði hann þá m.a. stundað nám í íslensku. Henderson hélt til Íslands 5. júlí 1814 og dvaldist hér í hálft annað ár. Sunnudaginn 10. júlí 1815 var prestastefna sett með guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík. Biskupinn Geir Vídalín, var forfallaður vegna veikinda en séra Árni Helgason dómkirkjuprestur prédikaði og gerði að umræðuefni stofnun biblíufélaga og gagnsemi þeirra. Henderson var boðið að vera viðstaddur fund prestastefnunnar síðdegis og var þar samþykkt einróma að stofna íslenskt biblíufélag, og var því kjörin bráðabirgðastjórn. Ári síðar var haldinn fyrsti aðalfundur félagsins og þessir kjörnir í stjórn: Geir biskup Vídalín forseti, séra Árni Helgason ritari, Ísleifur Einarsson dómstjóri varaforseti og Sigurður Thorgrímsen landfógeti gjaldkeri. BEBF lagði fé í stofnsjóð og konungur hét árlegum styrk. Hlutverk félagsins var frá upphafi að vinna að þýðingu, útgáfu, útbreiðslu og notkun biblíunnar. Framan af var félagið eingöngu ætlað prestum, en árið 1945 var samþykkt að leikmönnum yrði gefinn kostur á að ganga í félagið. Síðar var þeirri skipan komið á að í stjórn félagsins skyldu sitja fjórir guðfræðingar og fjórir leikmenn, en biskup Íslands vera forseti félagsins. Þá er einnig vert að geta þess að félagið er þverkirkjulegt, þ.e. að meðlimir allra kristinna trúfélaga geta gerst félagar.

Sýning á íslenskum biblíuútgáfum úr fórum Hins íslenska biblíufélags var opnuð í Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 26. september 2015. Sýningin er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og Hins íslenska biblíufélags sem afhenti við þetta tækifæri biblíur og fundargerðarbækur til varðveislu í safninu.

Sýningin stendur til 1. maí.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Nóbelsverðlaun Halldórs Laxness 1955

Nóbelsverðlaun Halldórs Laxness 1955

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Plötusafn Sigurjóns Samúelssonar

Plötusafn Sigurjóns Samúelssonar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall