Opnun sýningar: Inn á græna skóga

22.04.2016

Föstudaginn 22. apríl kl. 16 var opnuð sýning á ljóðum Snorra Hjartarsonar í Þjóðarbókhlöðunni. Hún ber heitið Inn á græna skóga. Um leið var fagnað 3. útgáfu Forlagsins á Kvæðasafni skáldsins.

Fjölmenni var við opnun þar sem Páll Valsson bókmenntafræðingur afhenti Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni gögn úr fórum Snorra Hjartarsonar. Kór Neskirkju flutti „Hvíld“, lag Huga Guðmundssonar við ljóð skáldsins, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari og Hallveig Rúnarsdóttir sópran frumfluttu lag eftir Þorvald Gylfason við ljóð Snorra, „Vor“.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, flutti ávarp og opnaði sýninguna ásamt vef með ljóðum Snorra.

Á sýningunni er haldið á loft ljóðaperlum Snorra Hjartarsonar. Kvæðin mæta gestum Þjóðarbókhlöðu á göngum safnsins og þeir geta einnig látið fara vel um sig með spjaldtölvu á sýningarsvæðinu og hlýtt á ljóðin í upplestri Gunnars Þorsteinssonar, þýðanda og þular. 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall