Inn á græna skóga - sýning á ljóðum Snorra Hjartarsonar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

 

Föstudaginn 22. apríl 2016 var opnuð í safninu sýning á ljóðum Snorra Hjartarsonar. Á sýningunni er haldið á loft ljóðaperlum Snorra Hjartarsonar. Kvæðin mæta gestum Þjóðarbókhlöðu á göngum safnsins og þeir geta einnig látið fara vel um sig með spjaldtölvu á sýningarsvæðinu og hlýtt á ljóðin í upplestri Gunnars Þorsteinssonar, þýðanda og þular. 

Snorri Hjartarson var fæddur 22. apríl 1906 á Hvanneyri í Borgarfirði, sonur Hjartar Snorrasonar skólastjóra og Ragnheiðar Torfadóttur, en ólst upp í Arnarholti í Stafholtstungum frá níu ára aldri. Hann stundaði nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og síðan í Menntaskólanum í Reykjavík en varð að hætta þar vegna heilsubrests. Hann hélt utan að leita sér lækninga og lagði síðan stund á listnám í Kaupmannahöfn 1930 og Ósló 1931-´32. Á þessum árum birtust fyrstu ljóð hans, fimm kvæði í tímaritunum Eimreiðinni og Iðunni. Þarna lagði hann einku­m stund á málaralist, en sneri sér svo æ meir að ritstörfum.

Ljóðabækur Snorra urðu fjórar talsins: Kvæði (1944), Á Gnitaheiði (1952), Lauf og stjörnur (1966) og Hauströkkrið yfir mér (1979). Fyrir þá síðastnefndu hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1981. Árið 1986 sæmdi Heim­spekideild Háskóla Íslands hann heiðursdoktorsnafnbót og er hann einn örfárra skálda sem hana hafa fengið. Snorri Hjartarson andaðist í Reykjavík 27. desember árið 1986, þá liðlega átt­ræður.

Ljóðvegir standa að sýningunni í samstarfi við safnið. Forlagið, Olís, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Rit­höfundasamband Íslands, RÚV, Samfélagssjóður Landsbankans, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Mennta- og menningarmálaráðuneytið  veittu verkefninu stuðning.

Sýningunni lauk 30. október 2016.

Sýningarskrá

Sýningarspjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Jólaútgáfur

Jólaútgáfur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Bókamessa í Prag

Bókamessa í Prag

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Sigvaldi Kaldalóns

Sigvaldi Kaldalóns

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall