Íslensk bóksaga - erindi á miðvikudag

02.05.2016

Miðvikudaginn 4. maí mun Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur og skjalavörður við Þjóðskjalasafn Íslands, flytja erindið „Um vatnsmerki í nokkrum íslenskum pappírsbréfum frá 17. öld“ í fyrirlestrarröðinni Íslensk bóksaga sem fram fer í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á milli kl. 12:05 - 12:45.

Í útdrætti erindisins segir:

„Elstu vatnsmerki sem sögur fara af eru talin vera frá seinni hluta 13. aldar. Sú fræðigrein sem fjallar um vatnsmerki kallast fílígranólógía (philigranology) og er mun yngri. Saga vatnsmerkja er samtvinnuð sögu pappírs og pappírsgerðar. Fjallað verður um gildi vatnsmerkja og notkunarmöguleika þeirra við skjala- og pappírsrannsóknir. Einnig verður fjallað um þær takmarkanir sem vatnsmerkin sjálf setja fræðigreininni. Þá verða skoðuð nokkur vatnsmerki sem finnast í síðum íslenskrar bréfabókar frá 17. öld.“

Allir velkomnir
 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall