Opnun sýningar: Bókmenntafélagið 200 ára

11.05.2016

 

Hið íslenska bókmenntafélag 
200 ára afmælissýning í Þjóðarbókhlöðu

Fimmtudaginn 12. maí klukkan 14:00 var opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska bókmenntafélags að viðstöddu fjölmenni.

Ávörp fluttu Jón Sigurðsson forseti Hins íslenska bókmenntafélags, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson, sem jafnframt opnaði sýninguna.

Boðið var upp á tónlistardagskrá við opnun. Þóra Einarsdóttir sópransöngkona og Elísabet Waage hörpuleikari fluttu lag Atla Heimis Sveinssonar „Ástkæra, ylhýra málið“ við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Einnig fluttu þær lag Jóns Þórarinssonar „Íslenskt vögguljóð á hörpu“ við ljóð Halldórs Kiljans Laxness.

Sýningin nýtur styrks úr ríkissjóði og frá bakhjörlum Bókmenntafélagsins, GAMMA og Landsvirkjun.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall