Hið íslenska bókmenntafélag 200 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Fimmtudaginn 12. maí 2016 var opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska bókmenntafélags. Á sýningunni er greint frá helstu áföngum í sögu félagsins og stillt fram mörgum merkustu útgáfum þess. Sýningin er unnin í samstarfi Bókmenntafélagsins og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Sýningarhönnun var í höndum Ólafs Engilbertssonar og sýningartexti eftir Braga Þ. Ólafsson og Jökul Sævarsson. Sýningin er styrkt af ríkissjóði og bakhjörlum Bókmenntafélagsins, GAMMA og Landsvirkjun.

Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað árið 1816 og tók við hlutverki Hins íslenska lærdómslistafélags sem stofnað var 1779. Félagið hefur því starfað í tvær aldir. Bókmenntafélagið hefur staðið fyrir bókaútgáfu sem er fremur fallin til menningarauka en efnalegs ábata. Félagið er útgefandi Skírnis, Tímarits bókmenntafélagsins, og Lærdómsrita bókmenntafélagsins auk fjölmargra bóka á ýmsum sviðum menningar og fræða í samræmi við tilgang félagsins. Félagið hefur alla tíð lagt sérstaka rækt við sögu landsins, tungu þess og bókmenntir og jafnframt að tengja Íslendinga við hið besta í menntun og vísindum með öðrum þjóðum.

Sýningin stendur til 1. maí 2017.

Sýningarskrá

Tímalína

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Gunnlaugur Briem - 250 ára fæðingarafmæli

Gunnlaugur Briem - 250 ára fæðingarafmæli

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Byggðasaga Skagafjarðar, I.­–X. bindi

Byggðasaga Skagafjarðar, I.­–X. bindi

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

"Þann arf vér bestan fengum"

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall