Handritasafn Landsbókasafns 170 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Handritasafn Landsbókasafns varð 170 ára 2016, en það var stofnað 5. júní 1846. Af því tilefni var opnuð þann 17. maí 2016 sýning við afgreiðslu Íslandssafns þar sem má sjá sýnishorn af því sem safnið hefur að geyma og auk þess öskjur, kassa, töskur og annan umbúnað sem handritin hafa komið í.

Upphaf handritasafns má rekja til Jóns Halldórssonar (1665–1736), prófasts í Hítardal, en Jón var mikill fræðimaður.

Eftir lát Jóns tók sonur hans, Finnur (1704–1789), biskup í Skálholti, við hand­ritum föður síns og seinna sonur Finns, Hannes (1739–1796), biskup í Skálholti. Báðir stunduðu þeir fræðastörf og juku mikið við handritasafnið.

Síðari eiginkona Hannesar var Valgerður Jónsdóttir (1771–1856), en á þeim var 32 ára aldursmunur og var Valgerður einungis 25 ára gömul þegar hún varð ekkja. Við lát Hannesar erfði hún allt handritasafnið.

Seinni maður Valgerðar var Steingrímur Jónsson (1769–1845), bisku­­p í Laugarnesi. Hann lét sér mjög annt um handritin og jók safnið umtalsvert um sína daga.

Eftir lát Steingríms biskups var handritasafnið, alls 393 bindi, boðið til sölu af ekkju og afkomendum Steingríms.  Konungur undirritaði þann 5. júní 1846 formlegt leyfi á kaup­unum og er sá dagur talinn stofndagur handritasafns.

Sýningunni lýkur 1. maí 2017.

 

Sýningarskrá

Sýningarspjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Maístjarnan fyrir ljóðabók ársins 2022

Maístjarnan fyrir ljóðabók ársins 2022

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Bókverk

Bókverk

Sýning í Safnahúsi

Sjá nánar
Paradísarheimt 60/40

Paradísarheimt 60/40

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall