Bréf Nönnu Boëthius afhent Landsbókasafni

23.05.2016

Miðvikudaginn 18. maí afhenti Elisabet Björklund bréfasafn ömmu sinnar, Nönnu Boëthius, til handritasafns Landsbókasafns Íslands. Nanna var fyrri eiginkona Sigurðar Nordal. Í bréfasafni hennar eru fjölmörg bréf frá Sigurði en einnig frá Björgu C. Þorláksson og Einari H. Kvaran. Lars Lönnroth fv. prófessor skrifaði grein um samband Sigurðar og Nönnu nýlega í tímaritið Scripta Islandica (66/2015) sem er aðgengilegt rafrænt.

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall