Símaskráin 1905-2016

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Í júní 2016 var sett upp örsýning í safninu um útgáfusögu símaskrárinnar. Fyrsta símaskráin var gefin út þann 15. ágúst 1905 af Talsímahlutafélagi Reykjavíkur. Félagið var stofnað 1904 og voru notendur 20 talsins í mars 1905, þegar símstöð var opnuð, en þegar skráin var gefin út í ágúst voru númer orðin alls 145. Í janúar 1906 kom svo út viðbót og þá eru númerin orðin 173. Nú, árið 2016, hefur notkun símaskrárinnar minnkað og notendur styðjast nú að mestu leyti við ja.is ef þeir þurfa að fletta upp númerum. Í tilefni þessa var skráin gefin út í viðhafnarútgáfu, í síðasta sinn, og inniheldur sögulegt yfirlit ritað af Stefáni Pálssyni. Sýningunni lauk 18. september.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Bókverk

Bókverk

Sýning í Safnahúsi

Sjá nánar
Appelsínur frá Abkasíu (lokið)

Appelsínur frá Abkasíu (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Nína Tryggvadóttir – 100 ára minning

Nína Tryggvadóttir – 100 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall