Dagbækur dr. Áskels Löve afhentar Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni

25.10.2016

Í tilefni af aldarafmæli dr. Áskels Löve prófessors í grasafræði afhentu afkomendur hans Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni dagbækur sem Áskell hélt frá 18 ára aldri fram undir ævilok, frá 1935 til 1989. Alls eru bækurnar 35 talsins auk nokkurra lausra blaða frá vetrinum 1945-46.


Áskell lauk stúdentsprófi 1937 frá Menntaskólanum í Reykjavík og doktorsprófi í grasafræði frá Háskólanum í Lundi vorið 1942, 26 ára gamall. Hann sneri heim til Íslands árið 1945 og starfaði sem sérfræðingur við Atvinnudeild Háskóla Íslands uns hann fluttist með fjölskyldu sína til Winnipeg í Kanada árið 1951 þar sem hann tók við prófessorsembætti. Síðar starfaði hann í Montreal, Boulder í Colorado og San José í Kaliforníu.

Áskell var afkastamikill og virtur fræðimaður á sínu sviði og eftir hann liggja fjölmargar vísindagreinar, þar á meðal sérprent þeirra sem hann sendi reglulega til Landsbókasafns.

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður tekur á móti gjafabréfi frá Gayle Löve Swanson, dóttur Áskels Löve. Steingrímur Jónsson hafði umsjón með dagskránni og sagði frá ævi og störfum Áskels.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall