Listaverk í Þjóðarbókhlöðu

03.11.2016

Listaverkin í safninu koma úr ýmsum áttum. Verkið hér að ofan er Haustkvöld/Engjafólk eftir Gunnlaug Scheving1904-1972.  Sum verkin koma frá Landsbókasafni Íslands eða Háskólabókasafni frá fyrri tíð þessara safna en önnur eru nýrri viðbætur. Margar gjafir bárust í tilefni af stofnun nýs safns, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, við sameiningu eldri safnanna tveggja árið 1994. Nokkur verk eru í láni frá Háskóla Íslands. Samantekt yfir listaverkin má finna hér http://libguides.landsbokasafn.is/listaverk  í einum af Áttavitum safnsins.
 
Áttavitar safnsins vísa á ýmis hjálpargögn við heimildaleit, tengla við gagnasöfn og margvíslegt fræðsluefni varðandi hin ýmsu fræðasvið. Hér er tengill á alla Áttavita safnsins http://libguides.landsbokasafn.is/
 
 

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall