KÍNA OG ÍSLAND - samskipti vinaþjóða

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Laugardaginn 12. nóvember kl. 14.30 var opnuð í Þjóðarbókhlöðu sýningin  KÍNA OG ÍSLAND - samskipti vinaþjóða.
Sýningin fjallar um menningar- og stjórnmálasamskipti Kína og Íslands, en í ár er þess minnst að 45 ár eru liðin frá því stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Kína þann 8. desember 1971. Síðan þá hafa samskiptin aukist jafnt og þétt. Kína opnaði sendiráð í Reykjavík árið 1972 og Ísland opnaði sendiráð í Beijing árið 1995. Samningar eru í gildi milli þjóðanna á sviði viðskipta, menningar og ferðaþjónustu.
Sýningin er unnin í samstarfi Kínverska sendiráðsins á Íslandi, Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, China International Publishing Group og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, að undirlagi Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Ólafs Egilssonar fyrrum sendiherra.
Við opnunina fluttu ávörp Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Yu Tao forstjóri China Pictorial (hluti af CIPG), Gunnar Snorri Gunnarsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Kína,  Zhang Weidong sendiherra Kína á Íslandi, Magnús Björnsson forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa og Arnþór Helgason vináttusendiherra og formaður KÍM.
Sýningin stóð til 4. apríl 2017.

Sýningarskrá

Fyrirlestraröð

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Hallgrímur Pétursson

Hallgrímur Pétursson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar íslenskra bókmennta á norsku og þýsku

Þýðingar íslenskra bókmennta á norsku og þýsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall