Jólaútgáfur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Í tilefni aðventunnar hefur verið sett upp í safninu örsýning á nokkrum jólatengdum útgáfum frá síðustu tveimur öldum eða svo. Hér eru frumsamdar íslenskar bækur um jólin, ársrit tengd jólum og þýddar bækur. Elsta ritið er Jóla­gjøf hand­a Børnum eftir Jóhann Halldórsson (1809-1844) sem kom út í Kaupmannahöfn 1839. Á árunum 1917-1923 gaf Steindór Gunnarsson út ársritið Jólagjöfina með margvíslegu efni fyrir börn. Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötl­um kom út 1932. Tryggvi Magnússon myndskreytti bókina. Bókin kom út á tíma sjálfstæðisbaráttunnar þegar þjóðararfurinn gekk í endurnýjun lífdaga. Þjóðsagnaminni voru færð nær þjóðinni og um leið mörkuð sérstaða íslenskrar jólamenningar. Bókin kom nýlega út í enskri þýðingu Hallbergs Hallmundssonar, Christmas is coming. Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson var upphaflega samin á dönsku og kom fyrst út í Þýskalandi 1936. Hún var fyrst gefin út í íslenskri þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar 1939. Fyrsta útgáfan í íslenskri þýðingu skáldsins sjálfs kom út 1976. Hið sígilda Jólaævintýri Dickens kom hér út í þýðingu Karls Ísfeld 1942. Brian Pilkington er líklega afkastamesti höfundur jólabóka fyrir börn hér á landi á síðustu árum og íslensku jóla­sveinarnir í hans túlkun eru í stöðugri útrás. Einnig gefur hér að líta Jólasveinana eftir Iðunni Steinsdóttur með myndum Búa Kristjánssonar frá 1993; Jólaljóð sem Gylfi Gröndal valdi og Forlagið gaf út 1993; Jólasögur úr samtímanum eftir Guðberg Bergsson í útgáfu frá 1995 og í þýskri þýðingu frá 2001; Jólaljóð eftir Kristínu Ómarsdóttur frá 2006 og loks Jólabók Blekfjelagsins, árlega útgáfu smásagnasafns meistaranema í ritlist við Háskóla Íslands, sem Blekfjelagið hefur gefið út frá 2012.

Sýningunni lauk 10. janúar 2017.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Byggðasaga Skagafjarðar, I.­–X. bindi

Byggðasaga Skagafjarðar, I.­–X. bindi

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jón Árnason – 200 ára

Jón Árnason – 200 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Pappírsslóð rakin

Pappírsslóð rakin

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall