Dagblöð og tímarit á prenti eru á 3. hæð í Þjóðarbókhlöðu.
Í safninu er aðgangur að fjölda tímarita og dagblaða í prentaðri og rafrænni útgáfu. Safninu berast erlend tímarit á ýmsum fræðasviðum í áskrift auk þess sem það fær öll prentuð íslensk tímarit og dagblöð í skylduskilum sem þjóðbókasafn. Á það við um fréttabréf, ársrit, skólablöð og dagblöð.
Til ársloka 2015 fékk safnið prentað eintak af lokaverkefnum nemenda við Háskóla Íslands til varðveislu. Lokaverkefnin eru geymd í lokuðu rými á 3. hæð, sum þarf að sækja í geymslu. Þau eru ekki lánuð út heldur einungis til notkunar á staðnum. Óheimilt er að ljósrita úr lokaverkefnum nema með leyfi höfunda.
Frá og með árinu 2016 skila nemendur eingöngu rafrænu eintaki lokaverkefnis í varðveislusafnið Skemmuna en þar hafa lokaverkefni nemenda í Háskóla Íslands verið vistuð eftir föngum frá árinu 2008.
Hægt er að leita að lokaverkefnum nemenda háskólans á leitir.is og í rafrænu varðveislusafni íslenskra háskóla www.skemman.is
Á 3. hæð eru fjölmargir lesbásar, 8 básar með tölvum fyrir nemendur Háskóla Íslands, nokkur hópvinnuborð og eitt hópvinnuherbergi. Í Þjóðarbókhlöðu er áhersla lögð á að tryggja vinnufrið gesta og skilgreina hljóðvist á einstökum svæðum. 3. hæð er „þegjandi hæð“ sem þýðir að þar á að vera vinnufriður og alger þögn á að ríkja.
Í lesrými:
Fyrir nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands með aðgangsorð og notendanafn að háskólanetinu. Umsjón með tölvunum hefur upplýsingatæknisvið HÍ.
Fyrir framan þjónustuborð:
Aðgangur að rafrænum tímaritakosti safnsins, Tímarit.is og greinasafni Morgunblaðsins.
Í Þjóðarbókhlöðu er þráðlaust net (LBS_HBS/HotSpot) sem allir geta tengst með eigin fartölvu/snjalltæki.
Hægt er að prenta úr gagnasafnstölvum á 3. hæð og sækja útprent til starfsmanns í afgreiðslu. Prentuð skjöl eru afhent við afgreiðslu útlána (sjá gjaldskrá). Nemendur við Háskóla Íslands fá úthlutað notendanafni og aðgangsorði hjá Nemendaskrá í aðalbyggingu Háskólans. Kaup á prentkvóta.
Ljósritunarvélar eru á 2., 3. og 4. hæð hússins. Um er að ræða sjálfsalavélar og eru kort í þær seld á 2. hæð (sjá gjaldskrá).
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.