Blöð og tímarit

Dagblöð og tímarit á prenti eru á 3. hæð í Þjóðarbókhlöðu.

Í safninu er aðgangur að fjölda tímarita og dagblaða í prentaðri og rafrænni útgáfu. Safninu berast erlend tímarit á ýmsum fræðasviðum í áskrift auk þess sem það fær öll prentuð íslensk tímarit og dagblöð í skylduskilum sem þjóðbókasafn. Á það við um fréttabréf, ársrit, skólablöð og dagblöð.

Námsbókasafn

Kennurum stendur til boða að láta taka frá efni úr safnkosti bókasafnsins, að fá efni keypt eða útvegað annarsstaðar frá og/eða láta efni úr einkasafni liggja frammi í námsbókasafni vegna kennslu í einstökum námskeiðum. Einnig er hægt að geyma í námsbókasafni ljósritað efni sem tengist einstökum námskeiðum. Á meðan námskeið stendur yfir eru viðkomandi rit ýmist til notkunar á safninu eða lánuð út í einn til fjórtán daga.

Útlán úr námsbókasafni eru gegn framvísun bókasafnsskírteinis eins og önnur útlán. Nemendur og kennarar Háskóla Íslands fá bókasafnsskírteini án endurgjalds.

Í leiðarvísi námsbókasafnins eru nánari upplýsingar um námsbókasafnið og listar yfir fráteknar námsbækur fyrir hvert námskeið.

Sendið póst á namsbokasafn@landsbokasafn.is til að fá frekari upplýsingar eða óska eftir þjónustu.

Lokaverkefni nemenda Háskóla Íslands

Til ársloka 2015 fékk safnið prentað eintak af lokaverkefnum nemenda við Háskóla Íslands til varðveislu. Lokaverkefnin eru geymd í lokuðu rými á 3. hæð, sum þarf að sækja í geymslu. Þau eru ekki lánuð út heldur einungis til notkunar á staðnum. Óheimilt er að ljósrita úr lokaverkefnum nema með leyfi höfunda.
Lokaverkefni skrifuð fyrir 1990 hafa verið flutt til Þjóðskjalasafns Íslands þar sem þau eru varðveitt sem hluti af skjalasafni Háskóla Íslands. Þessi lokaverkefni verður í framtíðinni hægt að skoða á lessal Þjóðskjalasafns.

Frá og með árinu 2016 skila nemendur eingöngu rafrænu eintaki lokaverkefnis í varðveislusafnið Skemmuna en þar hafa lokaverkefni nemenda í Háskóla Íslands verið vistuð eftir föngum frá árinu 2008.

Hægt er að leita að lokaverkefnum nemenda háskólans á leitir.is, lbs.leitir.is og í rafrænu varðveislusafni íslenskra háskóla skemman.is

Vinna í næði

Á 3. hæð eru fjölmargir lesbásar, 8 básar með tölvum fyrir nemendur Háskóla Íslands, nokkur hópvinnuborð og eitt hópvinnuherbergi. Í Þjóðarbókhlöðu er áhersla lögð á að tryggja vinnufrið gesta og skilgreina hljóðvist á einstökum svæðum. 3. hæð er „þegjandi hæð“ sem þýðir að þar á að vera vinnufriður og alger þögn á að ríkja.

Tölvur og Internet

Í lesrými:
Fyrir nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands með aðgangsorð og notendanafn að háskólanetinu. Umsjón með tölvunum hefur upplýsingatæknisvið HÍ.
Fyrir framan þjónustuborð:
Aðgangur að rafrænum tímaritakosti safnsins, Tímarit.is og greinasafni Morgunblaðsins.

Í Þjóðarbókhlöðu er þráðlaust net (LBS_HBS/HotSpot) sem allir geta tengst með eigin fartölvu/snjalltæki.

Prentun og ljósritun

Hægt er að prenta úr gagnasafnstölvum á 3. hæð og sækja útprent til starfsmanns í afgreiðslu. Prentuð skjöl eru afhent við afgreiðslu útlána (sjá gjaldskrá). Nemendur við Háskóla Íslands fá úthlutað notendanafni og aðgangsorði hjá Nemendaskrá í aðalbyggingu Háskólans. Kaup á prentkvóta.

Ljósritunarvélar eru á 2., 3. og 4. hæð hússins. Um er að ræða sjálfsalavélar og eru kort í þær seld á 2. hæð (sjá gjaldskrá).

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall