Hljóð- og myndsafn

Í safnkostinum eru íslensk hljóðrit og kvikmyndir, munir og ljósmyndir íslensks tónlistarfólks og viðtöl úr Miðstöð munnlegrar sögu. Hljóðrit eru aðgengileg í tækjum safnsins en hægt er að hlusta á hluta þeirra og hljóðbrot á vefnum Hljóðsafn.is. Nótur eru til útláns í 30 daga og kvikmyndir er hægt að fá lánaðar í þrjá daga. Hægt er að hafa samband með fyrirspurnir um safnkostinn í hljodogmyndsafn@landsbokasafn.is eða koma á staðinn.

Námsbókasafn

Kennurum stendur til boða að láta taka frá efni úr safnkosti bókasafnsins, að fá efni keypt eða útvegað annarsstaðar frá og/eða láta efni úr einkasafni liggja frammi í námsbókasafni vegna kennslu í einstökum námskeiðum. Einnig er hægt að geyma í námsbókasafni ljósritað efni sem tengist einstökum námskeiðum. Á meðan námskeið stendur yfir eru viðkomandi rit ýmist til notkunar á safninu eða lánuð út í einn til fjórtán daga.

Útlán úr námsbókasafni eru gegn framvísun bókasafnsskírteinis eins og önnur útlán. Nemendur og kennarar Háskóla Íslands fá bókasafnsskírteini án endurgjalds.

Í leiðarvísi námsbókasafnins eru nánari upplýsingar um námsbókasafnið og listar yfir fráteknar námsbækur fyrir hvert námskeið.

Sendið póst á namsbokasafn@landsbokasafn.is til að fá frekari upplýsingar eða óska eftir þjónustu.

 

Algjört næði, þögn ríkir

Á 4. hæð eru fjölmörg einstaklingslesborð og hægindastólar. Í Þjóðarbókhlöðu er áhersla lögð á að tryggja vinnufrið gesta og skilgreina hljóðvist á einstökum svæðum. 4. hæð er „þegjandi hæð“ sem þýðir að þar á að vera vinnufriður og alger þögn á að ríkja.

Tölvur og Internet

Í lesrými: Fyrir nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands.

Í Þjóðarbókhlöðu er þráðlaust net (LBS_HBS/HotSpot) sem allir geta tengst með eigin fartölvu/snjalltæki.

Prentun og ljósritun

Almennir safngestir, sem ætla að prenta skjöl sín geta prentað úr tölvum safnsins á prentara sem er staðsettur í þjónustuborði. Prentuð skjöl eru afhent við afgreiðslu útlána (sjá gjaldskrá). Nemendur við Háskóla Íslands fá úthlutað notendanafni og aðgangsorði hjá Nemendaskrá í aðalbyggingu Háskólans. Kaup á prentkvóta.

Ljósritunarvélar eru á 2., 3. og 4. hæð hússins. Um er að ræða sjálfsalavélar og eru kort í þær seld á 2. hæð (sjá gjaldskrá).

 

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall