Afgreiðsla handritagagna

Handrit og einkaskjalasöfn eru afgreidd tvisvar á dag, kl. 10 og 14, en pantanir þurfa að liggja fyrir 30 mínútum fyrr. Hægt er að panta með því að senda tölvupóst á netfangið handrit (hja) landsbokasafn.is, hringja í síma 525-5678, eða í afgreiðslu handritasafns á 1. hæð Þjóðarbókhlöðu. Handritasafn er opið á milli 9-17 alla virka daga. Í lessal handritasafns og Íslandssafns gilda ákveðnar umgengnisreglur sem gestir eru hvattir til að kynna sér.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall