Benediktssafn

Benedikt Sigurður Þórarinsson (1861–1940), kaupmaður í Reykjavík, gaf Háskóla Íslands bókasafn sitt árið 1935 og var það afhent 1941. Í safninu eru um 8000 bindi að dagblöðum, tímaritum og ýmsu smáprenti meðtöldu. Þá átti Benedikt mikið safn af úrklippum og póstkortum. Í safni hans er mikið af fágætum bókum og hann hefur lagt áherslu á að eignast ferðabækur og erlend rit um Ísland, einnig er safn hans af íslenskum bókmenntum frá 19. og 20. öld stórt og merkilegt. Bókmerki Benedikts er á öllu innbundnu efni safnsins en það teiknaði Ríkarður Jónsson myndhöggvari. Safn Benedikts var stærsta safn íslenskra bóka í einkaeign á sínum tíma. Safnið er í sérherbergi í sérsafnarýminu.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall